Samband íslenskra námsmanna erlendis

Samband íslenskra námsmanna erlendis

SÍNE 50 ára
  • a
  • b
  • c

Fréttir

Viðskiptaráð Íslands styrkir námsmenn erlendis, umsóknarfrestur 5.janúar 2015

Viðskiptaráð Íslands hefur um árabil veitt styrki vegna framhaldsnáms erlendis. Styrkirnir eru veittir úr Menntasjóði Viðskiptaráðs til einstaklinga í framhaldsnámi við erlenda háskóla í greinum sem tengjast atvinnulífinu og stuðla að framþróun þess. Einn styrkjanna er tileinkaður nemanda á sviði upplýsingatækni. 

Styrkir úr Menntasjóði Viðskiptaráðs verða fjórir talsins og hver að upphæð 500.000 kr. Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti mánudaginn 5. janúar 2015. 

www.farabara.is - ný vefsíða um nám erlendis

Í vikunni opnaði mennta og menningarmálaráðherra Illugi Gunnarsson, nýjan vef um nám erlendis.

Vefurinn er samstarfsverkefni Rannís og SÍNE og má finna á slóðinni:  

Við vonumst eftir að vefurinn verði lifandi og tökum fagnandi við ábendingum um það sem betur má fara.

30.nóvember er síðasti dagur til að sækja um LÍN

Frestur til að sækja um námslán fyrir skólaárið 2014-2015 í heild sinni er til og með 30. nóvember 2014.

Unnt er að nálgast rafræna umsókn á Mínu svæði hjá LÍN í heimabankanum, í gegnum island.is eða Innu - vef framhaldskólanna.

Þegar umsókn hefur verið skilað og eftir nauðsynlega úrvinnslu birtir sjóðurinn lánsáætlun á Mínu svæði.


Lesa meira

Skoðaðu handbók eftir heimshlutum

worldMap Amerika Ástralía og Asía Norðurlönd Evrópa

Mini page

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf